EKKI VEL GIFT EN VEL PÖBBUÐ

    “Ég er kannski ekki vel gift en ég er sannarlega vel pöbbuð,” segir Silja Bára Ómarsdóttir þekktur stjórnmálaskýrandi úr Ríkisútvarpinu en hún læsti sig úti á leið í formlegt kvöldverðarboð.

    “Aukalyklar hjá iðnaðarmönnum, í bíl á verkstæði, á Írlandi og inni í íbúð. Pabbi deyr aldrei ráðalaus. Sótti barnabarn, sperti upp glugga og lét það skríða inn. Gerði svo við áður en ég kláraði matinn minn. Þetta var góður dagur til að vera staðalmynd af viðutan prófessor þótt ég sé dósent.”

    Auglýsing