EKKI SAKLAUS SAMKEPPNI

  Embættismaður skrifar:

  Hvítt er litur sakleysis og honum klæddist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðaráðherra þegar hún talaði fyrir frumvarpi um breytingar á samkeppnislögum sem nú hefur verið samþykkt. Nýju lögin eiga að rýmka skilyrði fyrirtækja til sameiningar án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Veltu­mörk til­kynn­ing­ar­skyldra samruna eru hækkuð um 50% frá fyrri lög­um og skil­yrði sem þurfa að vera upp­fyllt til að heim­ilt sé að til­kynna samruna með styttri til­kynn­ingu eru rýmkuð. Í stað þess að þurfa að til­kynna til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins ef sam­eig­in­leg heild­ar­velta fyr­ir­tækja, sem stend­ur til að sam­eina, er yfir 2 millj­arðar króna verður því viðmiðið nú 3 millj­arðar króna.

  Frum­varpið var samþykkt með at­kvæðum allra þingmanna Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna en þing­menn Miðflokks­ins og Viðreisn­ar sátu hjá við at­kvæðagreiðsluna, sem lítur ekki vel út fyrir þá. Aðrir stjórn­ar­and­stöðuþing­menn greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu. Odd­ný Harðardótt­ir, ­fyrrum fjármálaráðherra og formaður þingflokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segir frum­varpið mjög slæmt inn í þær aðstæður sem væru í viðskipta- og efna­hags­líf­inu.

  Hvort iðnaðarráðherra var ráðlagt af auglýsingafólki að klæðast hvítu skal ósagt látið því lög þessi geta vart talist í þágu almannahagsmuna heldur sérsniðin að þeim stóru og ríku.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinTYSON (54)
  Næsta greinALGJÖRT MALBIK