EKKI LJÚGA, SVÍKJA, STELA EÐA FELA

  GGS stendur fyrir: ” gæði, góð þjónusta, stöðugleiki.” Þetta eru grundvallarreglur í viðskiptum. Þessu eru flestir sammála, enda er þetta það sem skiptir máli. Svo ég tali nú ekki um heiðarleika sem þegar upp er staðið það allra mikilvægasta: “It takes years to build up your reputation, it takes seconds to ruin it.”

  Vince Lomardi var þekktur þjálfari í amerískum fótbolta (sem er ekkert líkur þeim fótbolta sem við þekkjum og margir elska). Hann er frægur fyrir hin ýmsu orðatiltæki (quote´s) og sagði m. a.: “The harder your work, the harder it is to surrender.” Og hann sagði líka: “It´s not whether you get knocked down. It´s whether you stand up again.” Og svo þessa dásamlegu setningu: “Honesty is not the best policy, honesty is the only policy”.

  Þegar ég var ungur maður lét ég mig dreyma um að verða fyrsti maðurinn til að flytja inn Rolls Royce til Íslands. Svo var það árið 1984, ég orðinn 35 ára, að ég var úti í London með Úlfari á Þrem frökkum, þar sem ég sá Rollsa út um allt og mundi þá allt í einu eftir mínum gamla draumi. Svo ég fór að spyrjast fyrir um gamla Rollsa. Þá var mér sagt að það væri í raun meiri klassi á Bentley. Þetta væri sami bíllinn, bara annað vörumerki en hitt allt væri það sama. Það endaði með því að ég keypti 17 ára gamlan hvítan Bentley. Fékk hann með afborgunum en ekki afhentan fyrr en hann væri uppgreiddur sem tók tæpt ár. Að þeim tíma liðnum var kominn tími til að koma heim með gripinn. Ég hafði keypt hann hjá bílasölu sem hét “Frank Dale and Stepson”. Þeir voru með sýningarsal fullan af flottum bílum á öllum aldri. Meðal annars áttu þeir Rollsinn sem var notaður í James Bond myndinni Goldfinger.

  Nema hvað, þar sem ég var að ganga frá kaupunum og pappírum þá þurfti ég að bíða í nokkra stund. Frank gamli Dale (sem hafði stofnað bílasöluna) var kominn á níræðisaldur en mætti samt daglega í vinnuna, vinalegur eldri maður sem gekk við staf. Við tókum tal saman sem endaði með því að ég bað hann að gefa mér eina ráðleggingu i veganesti. Hann horfði ofan i gólfið, svo í augun á mér og sagði “HONESTY – honesty, young man, that is the foundation to success in whatever you do.”

  Ég flutty Bentleyinn heim sumarið 1985, hann bilaði og það kunni enginn að gera við hann svo það endaði með því að ég flutti hann út aftur og skilaði honum. En ég var alla vega fyrstur til að flytja inn Rolls/Bentley.

  Það er einn góður málsháttur hafður eftir ónefndum: “There is no right way to do a wrong thing.” (Það er engin rétt leið til að gera ranga hluti.)

  Þegar ég fór í meðferð hjá SÁÁ 1980 þá fattaði ég að til að verða edrú og vera edrú þá þyrfti ég að vera heiðarlegur. Eitthvað sem ég hafði ekki verið neitt sérstaklega að vanda mig við, svo ég setti mér mottó: Ekki ljúga, ekki svíkja, ekki stela, ekki fela. Ég hefi haft þetta að leiðarljósi í viðskiptum og í lífinu siðan þá. Ekki 100% árangur en samt svo miklu betri en en áður var.

  Áfram veginn!

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing