EKKI KLAPPA FYRIR KLAPPINU – “YOU HAVE TO GO OUT IF YOU DONT PAY”

  "Sumir bílstjórar taka þessu vel en bílstjóri á leið 4 ætti frekar að vera í lögreglunni en bílstjóri."

  Strætófarþegi sendir póst:

  Strætó hefur tekið í notkun nýtt greiðslukerfi sem heitir Klappið. Velflestir  eru ánægðir með en mikil vandræði hafa skapast með svökölluð plastkort sem fyllt er á til dæmis einn mánuð. Skannarnir virðast ekki virka nógu vel fyrir þessu kort.

  Tók mér ferð með leið 4 um hádegisbilið í dag og þar gekk ekki að skanna kortið. Bílstjórinn sagði að sumir væru að misnota þetta en sagði mér að setjast. Fannst skrýtið að kortið gengi ekki og allir í vagninum horfðu á en samkvæmt upplýsingum frá Strætó BS eru hnökrar á því að nota plastkortin þar sem skannarnir virka ekki alltaf en verið er að vinna í biluninni og hefur það nú þegar tekið meira en viku.

  Sumir bílstjórar taka þessu vel en bílstjóri á leið 4 ætti frekar að vera í lögreglunni en bílstjóri. Hann ætlaði að henda konu út sem var með síma en tókst ekki að tengjast:

  “You have to go out if you dont pay” og svo næstu stoppistöð “You have to go out”. Konan bað um eina mínutu, bílstjórinn sagði hana þegar haft fimm mínútur en svo gekk þetta, konan tengdist og fékk áfram far með vagninum en var ekki par ánægð með að hafa verið skömmuð svona rækilega fyrir framan alla.

  Auglýsing