EKKI KEYPT SJÓNVARP SÍÐAN 1998

    Keypti Thomson túbusjónvrp á tilboði í BT fyrir rúmum 20 árum og svo ekki söguna meir.

    “Fólk er svo duglegt að endurnýja sjónvörpin sín að ég hef ekki þurft að kaupa mér sjónvarp síðan 1998. Fæ alltaf fínt nokkurra ára gamalt tæki gefins þegar einhver ættingi telur sér trú um að hann þurfi nauðsynlega meiri háskerpu í líf sitt. Mæli með,” segir Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.

    “Eina tækið sem ég hef borgað fyrir var Thomson túba á tilboði í BT. Þá var ég ekki búinn að fatta hvað það er mikið af stráheilum tækjum þarna úti. Sé enn eftir 40 þúsund kallinum.”

    Auglýsing