Ólafur Arnarson, fyrrum formaður Neytendasamtakanna, er að byrja með sjónvarpsþætti á Hringbraut sem hann nefnir Ólafsvaka. Ekki verður um spjallþætti að ræða heldur fer Ólafur um borg og bý, skoðar atvinnulífið, starfsemi félagasamtaka og annað sem verður á vegi hans.
Ólafur hefur verið orðaður við framboð fyrir Flokk fólksins í Reykjavík en aftekur það með öllu.