EKKI GERT RÁÐ FYRIR BÖRNUM Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI

    Súsanna í sumarbústað vosbúðarsumarið '18.

    “Hef dundað mér við það í morgun að leita að afþreyingu á Suðurlandi fyrir börn sem eru við það að verða illa haldin af “cabin fever” inni í sumarbústað í íslensku sumarvosbúðinni,” segir Súsanna Svavarsdóttir, landsþekktur menningarviti, sem er með barnabörnin sín í sumarbústað.

    “Við erum búnar að fara í göngutúra niður að vatni (urðum rennandi blautar og ískaldar), erum búnar að róla og príla og sulla í öllum leiktækjum sem afi og amma hafa fjárfest í (urðum rennandi blautar og ískaldar). Afþreyingarmöguleikar eru golf, kajakferðir, hestaleiga, söfn og heimsóknir á bæi til að skoða húsdýr (sem er furðulega dýrt). Allt fyrir eldri börn nema húsdýrin – en það hefur verið gert svo oft að það er ekki áhugi. Það er þá bara sund á Selfossi eins og í gær. Það virðist ekki beinlínis vera gert ráð fyrir börnum í ferðaþjónustunni.”

    Auglýsing