EKKI FARA MEÐ KISU Í BÚSTAÐ

    “Langar að biðja fólk vinsamlegast að fara helst ekki með kisur í bústaði. Í þeim aðstæður eru þær fjarri heimili sínu í óþekktu umhverfi og ekki æskilegt að þær komist út. Við höfum séð tvö tilvik á mjög stuttum tíma þar sem kisur hafa sloppið út í helgarferð upp í bústað,”  segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir sálfræðinemi í HÍ og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu.

    “Báðar kisurnar eru ekki fundnar og ein þeirra var í beisli í þokkabót. Þetta eru óútreiknanlegur aðstæður og mér finnst ég knúin til að vara fólk við.”

    Auglýsing