EKKERT HÁRNET FYRIR SKÖLLÓTTA ÞINGMENN

  Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er á yfirreið um kjördæmi landsins og stinga þingmenn nefinu helst inn í hverja einustu fiskvinnslu sem þeir finna á leiðinni. Miklar kröfur eru gerðar um hreinlæti í fiskvinnslunum, fólk þarf að klæðast hlífðarsloppum og setja upp forljót hárnet. Nema Páll Magnússon. Hann er ekki með hár og þarf því ekki hárnet, eins og sjá má á þessari mynd sem Óli Björn Kárason birti á Facebook síðu sinni.

  “Ekkert hár, ekkert hárnet” segir Páll um myndina.

  Það fylgja því semsagt ýmis þægindi að vera sköllóttur þingmaður.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinDARWIN (210)
  Næsta greinSAGT ER…