EKKI LENGUR VELKOMINN Á KÁRSNESIÐ

    Einar og húsið hans á Kársnesi.

    “Það er greinilega gott að búa í Kópavogi og þá alveg sérstaklega á Kársnesi,” segir Einar Hörður Sigurðsson íbúi þar en þar með er sagan ekki öll:

    “Ég hef reyndar alltaf talið það til gæfu að vera einn af innvígðum og innmúruðum Kársnesingum, fæddur og uppalinn á Nesinu. Nú er samt eins og ég sé ekki fjárhagslega velkominn hér lengur. Fasteignamatið á mínu 30 ára gamla húsi hækkar sem sagt um 35,3% milla ára. lóðin (sem ég á ekki) hækkar um 33% sem þýðir að húsið sjálft hefur hækkað enn meira.
    Og þá er spurt, erum við í gömlum hverfum að súpa seiðið af þéttingu byggðar? Verð á nýjum íbúðum er að nálgast eina milljón á fermetra knúið áfram af lóðaskorti og mikilli eftirspurn. Ef einhver efast um ofangreindar hækkanir þá hækkar matið á húsinu mínu með lóð úr 105.950.000 í 143.400.000 á tólf mánuðum eða um 3.121.000 á mánuiði. Nú er lag að fyrir stjórnvöld að breyta lögum, þeirra er valdið. Kaupsamningar eiga ekki að vera ráðandi þáttur við tekjuöflun sveitarfélaga. Oft hefur verið minni ástæða til mótmæla á Austurvelli, ætli það sé tilviljun að þinglok eru á næsta leiti…?”

    Auglýsing