EITRUÐ ORKUPILLA TIL ÞÓRDÍSAR

  Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri og maðurinn sem gerði heiðarlega tilraun til að fella Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri fyrir síðustu kosningar, en tókst ekki, sendir varaformanni flokksins eitraða orkupillu með stæl:

  Ykkur hefur mistekist Þórdís Kolbrún:

  – Mistekist að skynja og skilja viðhorf almennings í orkumálum.
  – Mistekist að kynna þjóðinni / flokksmönnum ykkar sjónarmið.
  – Mistekist að sannfæra fólk málefnalega um nauðsyn þess að samþykkja O3.
  – Mistekist að segja satt um samskiptin við Norðmenn og afstöðu þeirra, ef við samþykkjum pakkann ekki.
  – Mistekist að finna færa leið, sáttaleið, sem leysi ágreininginn. Hún er til.

  Afstaða ykkar er orðin þrákelknisleg. Betri er mögur sátt en feitur dómur. Pólitísk framtíð flokksforystunnar er í húfi.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta grein