EIR (70)

EIRÍKUR SJÖTUGUR

Um Eirík Jónsson oft er sagt:
„Hann aldrei sinnir streði,
í sál hans allt er undirlagt
af ástúð, ró og gleði.

Í gegnum holt og hæðir sér
og hann er gáfum gæddur,
sæll og glaður ávallt er
en aldrei raunamæddur.

Kímnigáfu hefur hann
og hæðinn er sá drengur
að eiga slíkan eiginmann
er algjör happafengur.

Sanngjarn hann og sáttfús er
og sjálfsagt ráð hann þiggur
áfram veginn alsæll fer
svo einstaklega tryggur.

Enginn hagga honum kann
ef hann vill slíku sinna
um skoðun varla skiptir hann
en skilur málstað hinna.

Svo oft í lífsins ólgusjó
hann elskar kyrrð og næði
og finnur hjartans hugarró
sem hjónin skapa bæði.

Það er sem lífsins ljúfi dans
sé löngum bara gróði
því alltaf brosa börnin hans
ef birtist karlinn góði.

Hann lofar hverja létta törn,
hann lætur hugann reika
og alsæl eru barnabörn
ef býðst hann til að leika.

Við hestamennsku hugur er
já, hrossin létt á fæti
ef hann í ættaróðal fer
þá iðar hann af kæti.

Sál hans kætir viskan vís,
það varla þarf að efa
því allt hjá honum um það snýst
að elska, þrá og gefa.

Já, Eiríkur þú ert í raun
engum manni líkur
þú sáttur þiggur sigurlaun
svo sæll og skilningsríkur.

Já, Eiríkur þú ert sú sál
sem ávallt gleður flesta
þú finnur hjartans fagra bál
og færð því allt hið besta.

Þú fara kannt um víðan völl
vitur, sæll og glaður.
Til hamingju með árin öll
minn yndislegi maður.

Kærleika og kyrrð hjá þér,
við kunnum öll að meta,
því skrifar undir orðin hér,
þín elsku hjartans Peta.

Auglýsing