EINN BLEKAÐUR

  Adam Curlykale Er búinn að þekja 90% af líkama sínum með svörtu bleki og er augnhvítan þá meðtalin – og hann er ekki hættur.

  Adam á ættir sínar að rekja til Kaliningrad í Rússlandi og var tvítugur þegar hann fékk sér fyrsta tattúið, lítið á hægri upphandlegg þar sem stóð: “I am”.

  Svo hélt hann áfram og þar kom að fyrsta tattúið hvarf undir annað enda liðin 12 tattúár og Adam orðin 32 ára.

  Síðustu auðu svæðin á líkamanum, tíu prósentin, ætlar hann að þekja með myndum sem tengjast trúarbrögðum Hindúa og Búddista.

  Og hvar er pláss?

  “Í lófunum og á iljunum,” segir sá blekaði.

  Auglýsing