“Orðin einhleyp en nenni ekki á Tinder. Tek við stefnumótapitchi í PM á Facebook eða með bréfadúfum,” segir Dóra Björt Guðjónsdóttir sem er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Dóra var forseti borgarstjórnari í Reykjavík frá árinu 2018 til 2019. Dóra er yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkur. Dóra ólst upp á Rafstöðvarvegi í Elliðaárdalnum í Árbæ. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð flutti Dóra í nám til Noregs og nam heimspeki við Óslóarháskóla.
Í desember 2018 greindi DV frá því að Dóra væri að slá sér upp. Hinn heppni var þrítugur Borgnesingur, Halldór Óli Gunnarsson. Halldór er þjóðfræðingur með MA-gráðu í hagnýtri menningarmiðlun. Hann var í 12. sæti á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017 og stóð fyrir kvikmyndahátíðinni BFF, Borgarnes Film Freaks, ásamt Michelle Bird, sem haldin var í Landnámsetrinu í Borgarnesi í janúar síðastliðnum.