EIN PRÓSENTA EÐA 20%

    Athugull skrifar:

    Eitthvað virðast fréttamenn, og kannski ýmsir aðrir, erfitt með að skilja hlutfallsreikning (prósentureikning). Seðlabankinn hækkaði vexti um 20%, þ.e. úr 3,75% í 4,75%, en af einhverjum ástæðum er hækkunin sögð vera 1% í “Útvarpi allra landsmanna” en visir.is og mbl.is segja hækkunina vera um eina prósentu. Auðvitað hljómar það illa að hækka vexti um 20% ef laun hækka ekki að sama skapi. Kann fólk ekki lengur prósentureikning eða skiptir máli hvert umfjöllunarefnið er, hvað útreikningur er notaður?

    Auglýsing