EIGINMAÐUR FYRIRSÆTU HREINSAR VEGGJAKROT Í BREIÐHOLTI

    Sveinn og Ósk ánægð eftir afrekið.

    “Það er fátt sem pirraði mig meira en þegar maður keyrir upp í Breiðholt og veggjakrotið sem blasir við manni í Blikahólum þegar maður kemur upp brekkuna,” segir Sveinn Elías Elíasson íbúi í Breiðholti og fyrrum frjálsíþróttakappi. Sveinn er eiginmaður fyrirsætunnar Ósk Norðfjörð og eiga þau tvö börn saman en fyrir átti Ósk fimm – alls sjö. Og Sveinn greip til sinna ráða varðandi veggjakrotið svo eftir var tekið:

    “Þá loksins lét maður að því verða að fjarlægja það. Tók um fjórar klukkustundir en vel þess virði finnst mér. Verði ykkur hinum að góðu sem þetta fór líka í taugarnar á. Vonandi getur þetta lið sleppt því að spreya aftur þarna.”

    Auglýsing