Meðal átjan umsækjenda um starf forstjóra Matvælastofnunar, MAST, er Elsa Ingjaldsdóttir, eiginkona Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Elsa var um árabil framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og hefur látið til sín taka hjá Framsóknarflokknum á svæðinu.

Það er þó ekki Sigurður Ingi sem skipar nýjan forstjóra heldur Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra eftir að hafa fengið greinagerð um hæfni umsækjenda frá nefnd sem hann skipar.
Aðrir umsækjendur um forstjórastarfið eru:
- Björgvin Jóhannesson, markaðs- og fjármálastjóri
- Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri
- Egill Steingrímsson, yfirdýralæknir
- Helga R. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður
- Hildur Kristinsdóttir, gæðastjóri
- Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Dr. Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri
- Dr. Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri
- Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir
- Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
- Sigurður Eyberg Jóhannsson, verkefnisstjóri
- Svavar Halldórsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og háskólakennari
- Dr. Sveinn Margeirsson, sjálfsstætt starfandi ráðgjafi
- Sverrir Sigurjónsson, lögmaður
- Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
- Viktor S. Pálsson, sviðsstjóri
- Þorvaldur H. Þórðarson, sviðsstjóri