EGILL SÆTTIST VIÐ NÝJU HÚSIN VIÐ HÖFNINA

Egill Helgason, sjónvarpsmaður ársins, hefur verið einn helsti gagnrýnandi nýbygginganna á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. En nú hefur hann skoðað sig betur um og segir:

“Það verður að segjast eins og er að húsin í svonefndri Austurhöfn eru miklu betur heppnuð en hinar þunglamalegu byggingar á Hafnartorgi. Þau eru fjölbreytilegri í formi og efnisvali, fletir eru brotnir upp, þau hafa léttara yfirbragð. Ég er reyndar býsna hrifinn af súlnagöngunum sem eru að koma í ljós á jarðhæð húsanna.

Auglýsing