ÉG HEITI ENN ÞÁ TÓMAS…

  Ég heiti enn þá Tómas og ég er enn þá alkohólisti. Eitt sinn alkóhólisti alltaf alkóhólisti.
  Alkóhólismi er banvænn og ólæknandi sjúkdómur sem þó er hægt að halda í skefjum svo vel fari. Sjálfur á ég tæp 40 ár að baki án neinnar neyzlu (það fór mér aldrei vel að drekka).

  Mig langar að færa í tal tvo aðra banvæna sjúkdóma sem báðir eiga á sinn ólíka hátt eitthvað skylt við alkóhólism. sykursýki og alzheimer.

  Alkóhólismi er banvænn sjúkdómur. Þegar upp er staðið þá er hann þriðji stærsti dauðsvaldur allra sjúkdóma næst á eftir hjartasjúdómum og krabbameini. Það sem gerir hann öðruvísi en aðra banvæna sjúkdóma er að í flestum tilfellum er dánarorsök þeirra sem deyja í raun af völdum hans oftar en ekki skráð sem eitthvað annað, t.d. lifrarsjúkdómur sem veldur dauða einhvers sem tilkominn er vegna of mikillar drykkju áfengis en það er hvergi tekið fram. Þó svo flestir viti. Hjartaáfall sem er orsök ofneyslu er skráð sem hjartaslag. Maður sem verður fyrir bíl og deyr, bílstjórinn var fullur – skráð sem bílslys. Maður dettur fram af svölum í fylleríi, skráð sem slys. Maður drepur annan mann í ölæði, skráð sem morð/mannsbani. Að auki eru svo mörg dauðsföll allskyns annarra sjúkdóma sem orsakast af ofdrykkju sem aldrei er talað um, svona er hægt að halda áfram endalaust.

  Þessi sjúkdómur hefur sjúkdómseinkenni sem geta verið á svo ólíkan hátt að það er erfitt að bera saman einstaklinga. Vímugjafinn og einkennin geta verið allskonar, ekki bara brennivín, allskyns ólöglegt dóp og lyfseðilskyld meðöl. Það er bara eins og sagt er “what is your drug of choice” – allt sami sjúkdómurinn. Alkóhólismi (fíkn í ástandsbreytingu) er stórhættulegur, lúmskur, lævís og banvænn.

  Það sem sykursýki á skylt við alkóhólisma er að það er hægt að halda báðum þessum sjúkdómum í skefjum þannig að viðkomandi getur lifað góðu, eðlilegu lífi. Sykursýki er hægt að halda í skefjum ef hinn sjúki passar upp á mataræði og insúlín inntöku (oftast í sprautuformi), fer í eftirlit og lætur lækni mónitora stöuna. Eins er hægt að halda alkóhólisma í skefjum ef maður/kona hittir botninn, fær hugarfarsbreytingu, hittir aðra alkóhólista, deilir reynslu sinni með öðrum alkóhólistum og minnir sig stöðugt á mikilvægi þess hversu hættulegur sjúkdómurinn er og hjálpar öðrum að ná sér upp úr kvölinni. Svo sakar aldrei að trúa á einhvern ósýnilegan æðri mátt sem hægt er að leita til, hvaða nafni sem hann nefnist. Hvoru tveggja krefst stanslausrar vöku og árvekni. Halda báðum höndum um stýrið og vera einbeittur við keyrsluna. Þannig hefst þetta, einn dag í einu, dagar verða að vikum, vikur verða að mánuðum og mánuðir að árum. Það er jafnvel þannig að hinn sjúki verður oft svo þakklátur hinu nýja lífi að hann/hún, fjölskyldan, vinnuveitandi og nánasta umhverfi fá frið og öðlast hamingju.

  Og nú kemur “the moral of the story”. Alzheimer sem líka er banvænn sjúkdómur getur verið lengi að þróast. Sjúkdómseinkennin, sem eru sýnileg almenningi, eru breytt hegðun, minnisleysi og oft undarleg framkoma. Það er mikið álag í fjölskylduna að ganga í gegnum þetta, oft langa ferli, og horfa á ástvin hverfa smámsaman. Endalaus þjáning.

  Það sem tengir alkáhólisma og alzheimer saman er að þeir eru oft gerðir að aðhlátursefni. Það eru heilu bíómyndirnar byggðar á fylleríi fársjúks alkahólista sem er í raun við dauðans dyr og eins er oft gert grín að gleymsku og skrýtinni hegðun alzheimersjúklingsins. Hátta lag beggja þykir sniðugt þó þeir séu í raun nær dauða en lífi.

  Þetta er rangt. Það gerir engin grín að fárveikum krabbameinssjúklingi. Þar er dauðaþögn og sorg allt um kring. Eins með alla aðra banvæna sjúkdóma sem draga fólk til dauða, þögn, sorg og umhyggja. Engum er hlátur í huga. En alkóhólismi og alzheimer eru aðhlátursefni.

  “Wake up” – þetta er sorgleg staðreynd og þetta er rangt.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing