Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

DÝRT KLÚÐUR LÖGMANNS

Ljóst er að fólkið í húsfélaginu 101 Skuggahverfi er óhresst með hátt á annan tug milljón króna lögmannskostnað eftir að hafa tapað máli í Hæstarétti varðandi útleigu á þremur íbúðum til ferðamanna.

Málið hefur vakið athygli. Mikið ónæði var af útleigu íbúðanna og vildu aðrir húseigendur stoppa þessa starfsemi. Skiljanlega, þetta er í dýrustu og “fínustu” sameign landsins. Málið vannst í héraðsdómi. En lög geta verið flókin og þá reynir á hæfni og þekkingu lögmanna.

Grímur Sigurðsson hæstaréttalögmaður hjá Landslögum, sem annaðis málið fyrir húsfélagið, klikkaði á einföldu lagatæknilegu atriði og því tapaðist málið fyrir Hæstarétti. Hann semsagt höfðaði málið í nafni húsfélagsins 101 Skuggahverfi, en það nær yfir marga stigaganga. Grímur krafðist fyrir hönd húsfélagsins að samþykki allra íbúa þess þyrfti fyrir atvinnustarfsemi á borð við útleigu íbúðanna. En Hæstiréttur benti á að aðeins viðkomandi stigagangur (húsfélagsdeild) hefði átt rétt á að gera þessa kröfu um samþykki allra íbúa. Því fór sem fór, þetta mikilvæga prófmál tapaðist herfilega vegna þess að lögmaðurinn gætti þess ekki að hafa rétta aðila að málshöfðuninni.

En ekki aðeins er þetta dýrkeypt klúður fyrir viðkomandi húsfélag, heldur fyrir alla íbúðareigendur í fjölbýlishúsum sem láta skammtíma útleigu íbúða til ferðamanna fara í taugarnar á sér. Vonast var til að þessi dómur væri fordæmisgefandi, þannig að ekki færi á milli mála að allir nágrannar í húsinu þyrftu að samþykkja slíka útleigu. Núna er þetta komið á byrjunarreit og spurning hvaða húsfélag er í stuði til að dæla nokkrum milljónum króna í ný málaferli.

Fara til baka


TOLLI MINNIST PABBA

Lesa frétt ›X-M Í GRASRÓTINNI

Lesa frétt ›VINSTRI GRÆNA GRASIÐ

Lesa frétt ›HALLUR ELSKAR BJARNA

Lesa frétt ›LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN

Lesa frétt ›BJARNI FUNDINN

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Brynjar Níelsson eigi líklega við að þetta gildi um annan hvern lífeyrisþega sem hafði innherjaupplýsingar fyrir hrun.
Ummæli ›

...að Aron Vignir frá Hvammstanga sé að selja Bláan Ópal á Netinu á 10 þúsund krónur pakkann.
Ummæli ›

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. NÝJASTA MÓDELIÐ (14): Úr tískudeildinni: --- Þessi stúlka heitir Urður Vala og er úr Hafnarfirði og virðist vera að slá ...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

Meira...