Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

DÝRT KLÚÐUR LÖGMANNS

Ljóst er að fólkið í húsfélaginu 101 Skuggahverfi er óhresst með hátt á annan tug milljón króna lögmannskostnað eftir að hafa tapað máli í Hæstarétti varðandi útleigu á þremur íbúðum til ferðamanna.

Málið hefur vakið athygli. Mikið ónæði var af útleigu íbúðanna og vildu aðrir húseigendur stoppa þessa starfsemi. Skiljanlega, þetta er í dýrustu og “fínustu” sameign landsins. Málið vannst í héraðsdómi. En lög geta verið flókin og þá reynir á hæfni og þekkingu lögmanna.

Grímur Sigurðsson hæstaréttalögmaður hjá Landslögum, sem annaðis málið fyrir húsfélagið, klikkaði á einföldu lagatæknilegu atriði og því tapaðist málið fyrir Hæstarétti. Hann semsagt höfðaði málið í nafni húsfélagsins 101 Skuggahverfi, en það nær yfir marga stigaganga. Grímur krafðist fyrir hönd húsfélagsins að samþykki allra íbúa þess þyrfti fyrir atvinnustarfsemi á borð við útleigu íbúðanna. En Hæstiréttur benti á að aðeins viðkomandi stigagangur (húsfélagsdeild) hefði átt rétt á að gera þessa kröfu um samþykki allra íbúa. Því fór sem fór, þetta mikilvæga prófmál tapaðist herfilega vegna þess að lögmaðurinn gætti þess ekki að hafa rétta aðila að málshöfðuninni.

En ekki aðeins er þetta dýrkeypt klúður fyrir viðkomandi húsfélag, heldur fyrir alla íbúðareigendur í fjölbýlishúsum sem láta skammtíma útleigu íbúða til ferðamanna fara í taugarnar á sér. Vonast var til að þessi dómur væri fordæmisgefandi, þannig að ekki færi á milli mála að allir nágrannar í húsinu þyrftu að samþykkja slíka útleigu. Núna er þetta komið á byrjunarreit og spurning hvaða húsfélag er í stuði til að dæla nokkrum milljónum króna í ný málaferli.

Fara til baka


KONFEKTNÁMSKEIÐ Á GRANDA

Lesa frétt ›NÝTT LÍF MEÐ JÓNÍNU BEN

Lesa frétt ›RABBAÐ UM RÚNAR

Lesa frétt ›ELÍSABET VÍKUR EKKI FYRIR KARLI

Lesa frétt ›EINS ÁRS FRÉTTIN

Lesa frétt ›ÞETTA ER MENNING – ÍS Í ÍRAN

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  2. STEYPTI FYRIR ÚTSÝNIÐ: Fréttaritari á Nesinu: --- Það er maður a Nesinu sem kaupir sér eina bestu byggingarlóðina á sun...
  3. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...
  4. SÁTT UM UNNI BRÁ Í VALHÖLL: Úr stigaganginum í Valhöll: --- Innan Sjálfstæðisflokksins er nú unnið að því að fá Unni Brá Kon...
  5. STEFÁN EINAR NÆSTA STJARNA HÁDEGISMÓA: Enn á ný eru byrjaður getgátur um að Davíð Oddsson hætti senn á Morgunblaðinu. Ljóst er a...

SAGT ER...

-

...að þetta sé vel heppnuð forsíða á tímariti


Ummæli ›

-

...að þessi jeppi sé merktur Samfylkingunni (SF) og Davíð Oddssyni í fyrsta sætið (DO1). Borgarstjórnarkosningar nálgast.


Ummæli ›

-

...að Runólfur Oddsson konsúll Slóvakíu á Íslandi (bróðir Davíðs) standi fyrir inntökuprófum í tannlækningum og læknisfræði í Palacky University í Olomuc Tékklandi mánudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Ummæli ›

---

...að þessi maður hafi grillað svínabóg austur á Héraði í gærkvöldi og tókst vel enda svínið eina dýrið hér á landi sem svitnar inn á við og snarkar því vel yfir glóandi kolunum.
Ummæli ›

Meira...