DÝRASTA BÆJARINS BESTA: 20.400 KR.

  Ökumaður þessarar kóngabláu Benz-bifreiðar fékk sér pylsu (400 krónur) á Bæjarins bestu í Tryggvagötu síðari hluta marsmánaðar. Lagði hann á bak við pylsuskúrinn líkt og aðrir sem eiga þangað erindi bæði með vörur og viðskipti.

  Leið nú og beið.

  Nú um miðjan júlí fékk hann rukkun frá Bílastæðasjóði upp á 20.000 krónur vegna þessa. Þegar hann kvartaði var honum sagt að bílnum hefði verið lagt í stæði ætlað rútum. Sendar voru myndir til staðfestingar og engar varnir í boði.

  Samkvæmt skýrslugerð komu stöðumælaverðir þarna ekki við sögu heldur lögregluþjónar.

  Pylsan var með sinnepi og hráum (Clinton) og kostaði þegar öllu var á botninn hvolft 20.400 krónur.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinCOSTCO KOMIÐ Í KRÓNUHARK
  Næsta grein