DÝRARA Í FÆREYJUM

    Það verður dýrara fyrir ferðamenn að ferðast um Færeyjar á næsta ári. Þetta upplýsir Jørgen Niclasen ferða – og samgönguráðherra eyjanna.

    Færeyingar eru að byggja nýtt strandferðaskip í Noregi og á það að  vera tilbúið í maí. Bætist það við fleiri skip sem eru í umferð. Einnig er verið að  byggja upp almenningssamgöngur með nýjum langferðabílum og allt kostar þetta sitt.

    “Það er á hreinu að þetta verður ekki rekið með tapi og ferðamenn verða bara að borga fyrir þá þjónustu sem þeir fá. Við þurfum líka að endurnýja fleiri áætlunarskip sem sigla á milli eyjanna, þetta kostar allt peninga,” segir Jørgen Niclasen.

    Sjá in.fo

    Auglýsing