DULINN ORÐALEIKUR Í MOGGANUM

    Lesendabréf:

    Ekki er víst að allir hafi áttað sig á skemmtilegum orðaleik í Mogganum nýlega. Þar sagði að malasíski ferðabóndinn Loo Eng Wah mætti ekki tengja hjólhýsi sín við fráveitukerfið í Landssveit. Þeir sem þekkja til breskrar ensku vita margir að þar er talað um klósett sem loo. Með öðrum orðum, Loo má ekki tengjast fráveitunni og þá þykir mörgum í flest skjól fokið – ef þeir taka þetta bókstaflega.

    Auglýsing