DRUKKNIR RÚSSAR Í BREIÐHOLTSLAUG

  Fréttaritari í Breiðholti:

  Það má með sanni segja að það  hafi verið líf og fjör í Breiðholtslaug seinni parts sunnudags þegar að hópur Rússa mætti á staðinn vel við skál og tóku með sér veitingar í gufuna.

  Þeir gerðu allt vitlaust  í heita pottinum, létu illa svo illa að ung pólsk stúlka skammaði þá  fyrir hávaða. Þá fóru þeir í eimbaðið gerðu þar allt vitlaust líka, vildu kyssa þar ungar konur sem áttu fótum fjör að launa og hótað var að hringja á lögregluna.

  Þegar að þeir voru búnir í baði ætluðu þeir aldrei að finna skápana sína, reyndu ítrekað að opna skáp 80 en áttu að vera í skáp 280.

  Baðvörðurinn nagaði sig í handarbökin yfir að hafa hleypt þeim inn.

  Auglýsing