DRUKKIÐ Í GÖMLUM BANKA

    “Loksins loksins, Barion opnar á morgun kl. 12.00 eftir margar og langar næstur síðustu vikurnar,” segir athafnaskáldið Sigmar Vilhjálmsson (áður Simmi & Jói) sem hefur breytt gamla Arion-útibúinu í Mosfellsbæ í bar.

    “Verkefnið í heild hefur verið gríðarlegt. Að breyta banka í bar, Arion í Barion, er ekki auðveldasta verkefni sem ég hef komið að. Það er því ótrúlega spennandi að geta opnað dyrnar loksins og fengið viðbrögð heimamanna hér í Mosfellsbæ, enda er alveg ljóst að Mosfellsbær á skilið að eiga góðan hverfisstað og bar. Vonandi verður Barion sá staður í hugum heimamanna.”

    Auglýsing