DROTTNING SNÝTIR SÉR Í FORSETABÍL

    mynd / sbs

    Þetta er ein besta fréttamyndin sem náðist af Margréti Danadrottningu þegar hún heimsótti Ísland í tilefni af fullveldisafmælinu 1. des. Hún snýtir sér í forsetabílnum eftir að hafa verið látin sitja í hífandi roki og kulda fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu þar sem aldrei er logn.

    Danskir fjölmiðlar höfðu af þessu áhyggjur og danskur læknir sagði í viðtali að það gæti verið lífshættulegt fyrir 78 ára gamalt fólk að sitja svona lengi úti í kulda og trekki.

    En allir lifðu þetta af.

    Auglýsing