DRÓNI BJARGAR SMÁFUGLUM

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Ég hef alltaf haft nóg fyrir stafni bæði í leik og starfi. Nú þegar skrokkurinn leyfir mér ekki lengur að stunda vinnu hefur leikurinn aukist. Menn sem hafa fylgst með myndum mínum á netinu vita að ég ferðast mikið og tek náttúruljósmyndir og veiði í fjallavötnum.

  Steini pípari

  Ég er náttúruunnandi og nýt þess að fylgjast með lífinu í plöntum og dýrum. Heima hjá mér rækta ég tómata, jarðarber og bláber auk sumarblóma. Ég hef reynt að laða að mér fugla með matargjöfum. Það var gaman í vetur að sjá hrafninn heimta sinn daglega skammt ef ég varð of seinn til. Nú eru það smáfuglarnir sem fá fræ, epli og síðan reyndi ég að gefa þeim smá fitu. Mávurinn kom og stal henni og smáfuglarnir hurfu.

  Þegar ég sit á veröndinni með kaffibollann hugsa ég leiðir til að losna við hann. Ég setti ýmsar hindranir. Það var ekki fyrr en ég sendi drónann minn á hraðferð niður að honum sem hann hunskaðist í burtu. Smáfuglarnir sáu þetta og vissu strax að ég var vinur þeirra og komu í hópum í matinn. Nú eru þeir í friði hjá mér.

  Auglýsing