Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

DRAUMAR HJÓLA-HJÁLMARS

Lesendabréf

Að öðrum ólöstuðum er Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi harðasti talsmaður þess að reiðhjólavæða Reykjavíkurborg. Blautur draumur hans virðist eitthvað á borð við þetta fjölbýlishús í Svíþjóð, þar sem reiðhjól íbúa standa í löngum röðum og ekki einum einasta bíl er lagt fyrir framan.

Flestir Reykvíkingar fagna áhuga Hjálmars og félaga hans í meirihluta borgarstjórnar á að auka veg reiðhjólsins með uppbyggingu hjólastíga og öðrum endurbótum í þágu hjólafólks. En öllu færri átta sig á því hvers vegna þessum sama meirihluta er svona mikið í nöp við þá sem ferðast með bílum. Þar er jú meirihluti íbúa borgarinnar á ferð, ekki síst að vetrarlagi eða í sumarlegri slagveðursrigningu.

Hjálmar og félagar virðast helst ekkert vilja gera til að tryggja gott umferðarflæði eða bæta ástand gatnakerfisins í borginni. Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland eru fyrirheitnu löndin, þar sem auðvelt er að hjóla vegna veðurfarsins og landslagsins, eða taka strætó sem gengur á 10 mínútna fresti en ekki hálftíma fresti eins og víðast hvar í Reykjavík. Í þessum draumalöndum er mun auðveldara að komast af án einkabílsins en á Íslandi, en frekar berja borgarfulltrúarnir höfðinu við reiðhjólabjölluna en hlusta á “úrtöluraddir” þeirra sem “aðhyllast einkabílismann.”

Blind trú og blautir draumar hafa sjaldnast fært mannfólkinu mikla lukku.

Fara til baka


MYND GÆRDAGSINS

Lesa frétt ›JÓN GNARR Í ATVINNULEIT

Lesa frétt ›ÍSLENSKT DRAMA Í TORONTO

Lesa frétt ›HAFMEYJA Í GRINDAVÍK

Lesa frétt ›FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ

Lesa frétt ›MÁLUM OG SKÁLUM

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Össi Árnason sjái sig knúinn til að selja þetta ágæta verk eftir Hugleik Dagsson út af heimilinu þar sem barni hans fer svo hratt fram í lestri. Gerið tilboð - gott verð.
Ummæli ›

...að þetta auglýsingaveggspjald hangi uppi í Iðnaðarsafninu á Akureyri og komið til ára sinna eins og sjá má – enda safngripur. Þarna segir þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, að hann geri allt fyrir íslenskan landbúnað nema koma nakinn fram.
Ummæli ›

...að þetta sé að verða mest lesna frétt dagsins og femínistar fara hamförum á Facebook.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SAKSÓKNARI Í FLEGNUM BOL: Borist hefur póstur: --- Saksóknari í einu stærsta morðmáli síðari tíma er í afar flegnum bol undi...
  2. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  3. SKÚLI SIGAR HUNDI Á FÓLK: Athafnamaðurinn Skúli Mogensen ver land sitt í Hvammsvík í Hvalfirði með hörðu en um ástæðuna má...
  4. FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ: Húsmóðir í Vesturbænum skrifar: --- Ég leyfi mér að mótmæla hneykslunarhellunum sem hafa verið að ...
  5. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...

SAGT ER...

...að yfirleitt séu mánudagarnir alltaf eins.
Ummæli ›

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...