Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

DRAUMAR HJÓLA-HJÁLMARS

Lesendabréf

Að öðrum ólöstuðum er Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi harðasti talsmaður þess að reiðhjólavæða Reykjavíkurborg. Blautur draumur hans virðist eitthvað á borð við þetta fjölbýlishús í Svíþjóð, þar sem reiðhjól íbúa standa í löngum röðum og ekki einum einasta bíl er lagt fyrir framan.

Flestir Reykvíkingar fagna áhuga Hjálmars og félaga hans í meirihluta borgarstjórnar á að auka veg reiðhjólsins með uppbyggingu hjólastíga og öðrum endurbótum í þágu hjólafólks. En öllu færri átta sig á því hvers vegna þessum sama meirihluta er svona mikið í nöp við þá sem ferðast með bílum. Þar er jú meirihluti íbúa borgarinnar á ferð, ekki síst að vetrarlagi eða í sumarlegri slagveðursrigningu.

Hjálmar og félagar virðast helst ekkert vilja gera til að tryggja gott umferðarflæði eða bæta ástand gatnakerfisins í borginni. Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland eru fyrirheitnu löndin, þar sem auðvelt er að hjóla vegna veðurfarsins og landslagsins, eða taka strætó sem gengur á 10 mínútna fresti en ekki hálftíma fresti eins og víðast hvar í Reykjavík. Í þessum draumalöndum er mun auðveldara að komast af án einkabílsins en á Íslandi, en frekar berja borgarfulltrúarnir höfðinu við reiðhjólabjölluna en hlusta á “úrtöluraddir” þeirra sem “aðhyllast einkabílismann.”

Blind trú og blautir draumar hafa sjaldnast fært mannfólkinu mikla lukku.

 

Fara til baka


ÓÐAVERÐBÓLGA Í COSTCO

Lesa frétt ›HINN AFI BJARNA BEN

Lesa frétt ›LÍMT SAMAN Á LYGINNI

Lesa frétt ›FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ Í STAÐ STRÆTÓ

Lesa frétt ›TVEGGJA ÁRA FRÉTTIN

Lesa frétt ›ÍSLENSKT SKÓGLEYSI Á FORSÍÐU NEW YORK TIMES

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Viðar Eggertsson, fyrrum útvarpsleikhússtjóri ríkisins, sé ánægður með nýjasta leikhúsverk Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar: Ég er enn að vinda ofan af sjálfum mér eftir yfirsnúning við að sjá Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hver sagði að revían væri dauð? Hér kemur hún spriklandi nútímaleg og fersk, háskaleg, kyngimögnuð og rakblaðsbeitt. Hvílíkir leikarar, hvílíkir listrænir stjórnendur.Revía 21. aldarinnar hefur tekið leikhúsið með trompi... og tók áhorfendur með trompi í gærkvöldi. Ekki missa af.
Ummæli ›


Ummæli ›

...að auglýsingarnar í Bændablaðinu séu af ýmsum toga: Martha Viereckl frá Leipzig í Þýskalandi óskar eftir því að komast í vinnu á Íslandi í 4-5 vikur árið 2019. Er í hagfræðinámi en er sveigjanleg með starf. Vill gjarnan vera á sveitabæ, á veitingastað/kaffihúsi eða á skrifstofu. Uppl. í netfangið martha. viereckl@gmail.com og í síma +49 176 56782329.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. BJARNI FÉKK SÉR KENTUCKY FRIED: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið á kosningaferðalagi um Suðurlands og snæddi kvö...
  3. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  4. 500 NÝIR ÁSKRIFENDUR STUNDARINNAR: Áskrifendum Stundarinnar hefur fjölgað um hartnær 500 eftir að sýslumaður setti lögbann á fréttaflut...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn séu samanlagt með 66 prósent fylgi í Norðvesturkjördæmi samkvæmt skoðanakönnun í héraðsfréttablaðinu Feyki - þar heitir höfuðstaðurinn Sauðárkrókur.
Ummæli ›

...að sjaldan hafi kjósendur verið jafn óákveðnir og nú. Þetta getur endað með ósköpum.
Ummæli ›

...að Rúnar Gíslason, sem skipar þriðja sætið á framboðslista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sé sonur sjónvarpsmannsins landsfræga, Gísla Einarsson. Rúnar er einnig formaður VG í Borgarbyggð.
Ummæli ›

...að sjö af hverjum tíu ungmennum kjósi frekar rafræn samskipti en persónuleg - sjá nýja rannsókn hér.
Ummæli ›

Meira...