DÓTTIR ÖLMU LANDLÆKNIS DAUÐHRÆDD

    Þetta er Helga Kristín sem brá mjög þegar Júmbó þota Air Atlanta svo gott sem sleikti þakið á heimili hennar í Lindarhverfinu í Kópavogi í lágflugi í gær. Helga Kristín er dóttir Ölmu Möller landlæknis og heimili þeirra stendur í ca. 60 metra hæð yfir sjávarmáli:

    „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt. Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt. Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“

    Auglýsing