DORGAÐ Á ÍS – DÁSEMD

  Dagsaflinn heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti

  Þegar ég var yngri fór ég oft að veiða silung á veturna út á frosin vötnin á ýmsum stöðum og hafði mjög gaman að.

  Steini pípari

  Nú er maður orðin gamall og kulsækin og á erfiðara með að sitja við holuna í ísnum. Mér finnst urriðinn bragðbestur af vetri og hentar sá fiskur sérstaklega vel til að láta hann síga. Ekkert er betra en siginn silungur með kartöflum og vænni klípu af smjöri.

  Ísdorg er nefnilega alveg bráðskemmtilegt og spennandi. Þú þarft að hafa bor eða þokkaleg verkfæri til að gera gat á ísinn, neðri part af lítilli kaststöng, en það er líka hægt að fá sérstakar dorgstangir, litla gataskóflu til að taka ís úr vökinni, lítinn koll, eitthvað heitt að drekka (smá snafs þegar engin sér) og svo auðvitað að klæða sig vel. Ormar eru vandfundnir á þessum árstíma en rækjur, maís, sardínur í olíu og gervibeita var alltaf mikið notað. Í dag bjargar makríll miklu sem beita. Og það er fátt eins gott til að koma manni í gott vetrarskap og að standa á ís, uppdúðaður og bíða eftir því að eitthvað bíti á.

  Auglýsing