“DON´T QUIT”

  Aldrei er góð vísa of oft kveðinn segir máltækið. Man ekki hvort ég hefi farið með þessa vísu áður hér í pistlum mínum hjá Eiríki. Það verður þá bara að hafa það.

  Þannig er mál með vexti að þó Tomma hamborgarar hafi gengið lyginni líkast á sínum tíma þá var það nú ekki alltaf svo þegar fram liðu stundir. Eins og forstjóri Trump klúbbsins í London sagði í ritstjórnargrein í 20 ára afmælisriti staðarins: “There have been fortunes made and fortunes lost”.

  Þegar ég var að undirbúa opnun Hard Rock Cafe í Kringlunni 1985 (en við opnuðum 25. júní 87) þá var það ákveðið að Ingvi Týr sonur minn kæmi að vinna fyrir mig þegar hann yrði búinn með high school en hann bjó á Florída 19 ára gamall. Það gekk á ýmsu og loksins þegar við opnuðum var ljóst allur kostnaður hafði farið úr böndunum í uppsettningu staðarins og alls undirbúnings og að auki var ég að klóra mig út úr ævintýrinu á Sprengisandi. Sem sagt allt í klessu.

  Jæja, Ingvi var búinn að vinna á ýmsum veitingastöðum á Miami og var með talsverða reynslu svona ungur og að auki var og er harður í horn að taka. Nú kemur erindi þessa pistils:

  Þegar hann kom um haustið 1987 þá sagði hann við mig: “Pabbi minn, nú er ég kominn að vinna með þér og hjálpa þér. Ég á engan pening en ég ætla að gefa þér þetta sagði hann og rétti mér lítið kort á stærð við kreditkort. Á þessu korti var vísa sem ég las daglega í mörg ár þannig að ég kann hana orðið utanbókar. Vísa sem hjálpaði mér á erfiðum stundum þegar öll sund virtust lokuð og ekkert eftir nema “running on faith” eins og Eric Clapton sagði í einu af lögum sínum. En svona er vísan sem ber nafnið “Don´t Quit”.

  WHEN THINGS GO WRONG AS THEY SOMETIMES WILL
  WHEN THE ROAD YOU ARE TRUDGING SEEMS ALL UP HILL
  WHEN THE FUNDS ARE LOW AND THE DEBTS ARE HIGE
  AND YOU WANT TO SMILE BUT YOU HAVE TO SHIGH
  WHEN CARE IS PRESSING YOU DOWN A BIT
  REST IF YOU MUST BUT DON´T YOU QUIT

  LIFE IS QUEER WITH ITS TWISTS AND TURNS
  AS EVERYONE OF US SOMETIMES LEARNS
  AND MANY A FALIURE TURNS ABOUT
  WHEN HE MIGHT HAVE WON HAD HE STUCK IT OUT
  DON´T GIVE UP THOUGH THE PACE SEEMS SLOW
  YOU MIGHT SUCCEED WITH ANOTHER BLOW

  SUCCESS IS FAILIURE TURNED INSIED OUT
  THE SILVER TINTS OF THE CLOUDS ABOUT
  AND YOU NEVER CAN TELL HOW CLOSE YOU ARE
  IT MAY BE NEER WHEN IT SEEMS SO FAR
  SO STICK TO THE FIGHT WHEN YOU ARE HARDEST HIT
  IT´S WHEN THINGS SEEM WORST THAT YOU MUST NOT QUIT.

  Þetta las ég og las þegar þegar mér leið sem verst. Smám saman klóraði ég mig út úr þessu, einn dag í einu, dagar urðu að vikum, vikur urðu að mánuðum og mánuðir að árum og allt einu var ballið byrjað aftur – HÓTEL BORG. Það var nú enn eitt ævintýrið nema hvað við opnuðum það eftir gagngerar breytingar og lagfæringar í janúar 1993. Þar var meðal annars Gyllti salurinn sem var frægur samkomusalur.

  Í ágúst kom til okkar fulltrúi félagsskapar sem kallar sig “Besti vinur ljóðsins” – þeir vildu halda hátíðarsamkomu í Gyllta salnum sem þá kostaði kr 50.000 að leigja eitt kvöld. Það kom mér nú lítið á óvart að það var meira en þeir réðu við svo ég sagði við þá: Ég geri ykkur tilboð. Ef þið þýðið uppáhalds kvæðið mitt “Don´t Quit” þá þurfið þið ekki að borga leigu. Tveim dögum seinna komu þeir með þessa snilldar þýðingu Kristjáns Hrafnssonar (Gunnlaugssonar) sem hljóðar svo:


   

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.37 – Smellið!

  Pistill no.36 – Smellið!

  Pistill no.35 – Smellið!

  Pistill no.34 – Smellið!

  Pistill no.33 – Smellið!

  Pistill no.32 – Smellið!

  Pistill no.31 – Smellið!

  Pistill no.30 – Smellið!

  Pistill no.29 – Smellið! / Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing