DONALD TRUMP OG GUÐMUNDUR UMHVERFISRÁÐHERRA

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Donald Trump og Guðmundur umhverfisráðherra eiga það sameiginlegt að allt sem þeir gera er svo stórkostlegt. Þar endar samlíkingin.

    Steini pípari

    Trump notar sínar hrossaaðferðir til að efla atvinnulífið en brosið hans Gumma er notað til að brjóta það niður. Löngu tímabær friðun Geysis var að mati umhverfisráðherra heimsviðburður. Hann lét þess ekki getið að athafnaleysi hans í loftlagsmálum er líka heimsviðburður sem kostar okkur 10 milljarða á ári. Hann vinnur markvist gegn aðgerðum í þeim málum með því að útiloka frekari framleiðslu okkar á vistvænni orku. Það sem hann státar af, og er líklega heimsviðburður eins og allt sem hann gerir, er að moka ofan í nokkra skurði án þess að það hafi verið rannsakað hvort það skili nokkrum árangri. En eins og Trump er hann stórkostlegur að eigin áliti.

    Auglýsing