Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

DON CORLEONE UM TEKJUBLÖÐIN

Í síðustu viku komu tekjublöðin út við mikinn fögnuð forvitinna og ófögnuð ungra sjálfstæðismanna og þeirra sem í blaðinu eru. Telja margir þetta óþarfa hnýsni í heimilisbókhald fólks og að leggja eigi af þann sið að hleypa blaðasnápum í gögnin og að senda út fréttatillkynningar um þá sem græddu mest. Ekki margir vita en Don Michael Corleone, Guðfaðirinn hinn síðari, kom inn á þetta í atriði sem klippt var úr Guðföðurnum II.hluta sem kom út árið 1974. Myndin er nú þegar um 4 tímar og skiljanlegt að klippa hafi þurft út atriði sem þjóna ekki söguþræðinum með beinum hætti.

Atriðið er í veislunni við Tahoe-vatn í byrjun myndarinnar, þar situr Don Corleone inni á skrifstofu og leggur blessun sína yfir hitt og þetta og lætur gera tilboð sem enginn getur hafnað líkt og faðir hans. Francesca, dóttir látins bróður Guðföðursins mætir með kærastann sem biður um blessun um að fá að giftast henni. Don Corleone spyr hvað hann geri og fær það svar að kærastinn sé listmálari. „Og hvernig hyggst þú sjá fjölskyldu þinni farborða með listmálun?,“ spyr Guðfaðirinn, kærastinn verður vandræðalegur og svarar hikandi að hann komi úr ríkri fjölskyldu. Don Corleone sér að hann skammast sín og segir:

„Þú átt ekki að skammast þín fyrir ríkidæmið, það er bara trix hinna ríku til að halda því frá hinum fátæku.“

Svo mörg voru þau orð. Guðfaðirinn blessaði sambandið og leggur til að brúðguminn tilvonandi fái sér gráðu í viðskiptafræði til vonar og vara.

Hér er atriðið:

Fara til baka


AF ÖLLUM SÁLARKRÖFTUM

Lesa frétt ›VILL FEITAR KONUR - MYNDBAND

Lesa frétt ›FRAMSÓKNARMANNI MISBOÐIÐ

Lesa frétt ›ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20

Lesa frétt ›STUÐMENN Í BRUGGHÚSI

Lesa frétt ›JUKEBOX BO AFTUR HEIM

Lesa frétt ›


SAGT ER...


Ummæli ›

...að ef Guðmundur Spartakus fær 2,5 milljónir frá RÚV, hvað fær þá  Rosi­ta YuF­an Zhang, veitingakona á Sjanghæ á Akureyri, fyrir fréttatrakteringu hins opinbera?
Ummæli ›

...að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HITNAR UNDIR GUNNARI BRAGA: Það kraumar í framsóknarpottinum á Króknum, helsta vígi flokksins á landinu, þar sem Framsóknarflokk...
  2. ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20: Úrsltin í slag Ásmundar Einars Daðasonar, fyrrum alþingismanns, og Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrum...
  3. EGGERT VILL PÁL SEM FORMANN: Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára...
  4. JAKOB GLEYMDI FRAMSÓKN: Jakob Bjarnar Grétarsson, stjörnublaðamaður Vísis, sem skrifaði fréttina sem felldi ríkisstjórnina, ...
  5. ÁSGEIR TIL KSÍ?: Borist hefur póstur: --- Nú styttist í það að tæknilegur framkvæmdastjóri verði ráðinn hjá KSÍ. Mö...

SAGT ER...

...að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð.
Ummæli ›

...að rómantíska lesbíumyndin La vie d'Adele sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið hafi verið frábærlega gerð og dásamlega djörf.
Ummæli ›


Ummæli ›

...að gamlir Bítlaaðdáendur telji þetta besta tónlistarvideo ever - samt var ekki búið að finna upp videoið - segja þeir.
Ummæli ›

Meira...