DON CANO SNÝR AFTUR

  Sænski klæðskerasonurinn Jan Gunnar Davidsson kom fyrst til Íslands 1970 og þar með hófst umbylting í íslenskri fatahönnun sem enn sér ekki fyrir endann á.

  Nú hefur Jan Gunnar tekið upp þráðinn á ný eftir 30 ára pásu frá Don Cano, komið sér upp fataverksmiðju á Granda og hannað nýja útgáfu af Don Cano sportfatnaðinum sem var til á öllum íslenskum heimilum hér áður fyrr.

  Jan Gunnar 18 ára klæðskeranemi í Savile Row í London.

  Þegar Jan Gunnar kom hingað fyrst hóf hann samstarf við Karnabæ, Gefjunni, Sportver, Álfaoss og Últíma og fyrsti sigurinn vannst með Bandito gallabuxunum, fyrstu íslensku gallabuxunum fyrir Karnabæ.

  Síðar tók Jan Gunnar þátt í áð nútímavæða hönnun á fatnaði 66 gráður Norður og stofnaði Cintamani.

  En það var Don Cano sem átti hug hans allan og er svo enn. Ný lína er að koma á markað eins og sjá má á heimasíðunni – smellið hér!

  Jan Gunnar í dag í nýju línunni frá Don Cano.
  Auglýsing