DOKTOR Í AFBROTAFRÆÐI SKOÐAR SAKAMÁLAÞÆTTI Á AKUREYRI

  Dr. Margrét og einn klassískur breskur sakamálaþáttur.

  “Mig vantar ábendingu um góða breska sakamálaþætti,” segir Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og doktor í afbrotafræði.

  “Helst þar sem söguhetjurnar eru tvær löggur, kona og karl. Karlinn gæti verið búinn að setja flöskuna á hilluna eftir að hafa klúðrað rannsókn vegna ofdrykkju, rannsókn þar sem fórnarlambið var barn. Hann er því með sektarkennd og heimsækir móður barnsins af og til. Það mættu líka vera skuggar í fortíð kvenlöggunnar, kannski eignaðist hún barn á unglingsaldri sem hún skildi eftir hjá foreldrum sínum í sveitinni áður en hún lagði af stað til London til að verða rannsóknarlögreglukona. Hún væri alltaf með mynd af barninu í veskinu, en neitar að tala um það. Gott ef það er kynferðisleg spenna á milli þeirra, en þau láta aldrei undan freistingunni. Bara næstum því nokkrum sinnum. Getið þið mælt með einhverjum góðum þáttum, eins og þessum?”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSTING (71)
  Næsta greinUGGUR Í KÁRSNESI