DÍSELSTÍFLUR Í COSTCO

  Þórir Breiðfjörð var á bensínstöð Costco.

  “Einhverjir sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa tekið dísel þann 30/11 í Costco? Er með bíl sem er stopp,” segir Þórir Breiðfjörð Kristinsson og er að vonum í vandræðum:

  “Tók dísel og er með kvittun fyrir því. Umboðið heldur að það hafi farið bensín á bílinn. Akkurat þess vegna er ég að spyrja. Ef enginn hefur lent í þessu að þá er ekki bensín á bílnum eins og umboðið hélt. Annars þá er bíllinn hjá þeim og ég fæ að vita á næstu dögum.”

  Og það stendur ekki á viðbrögðum:

  Arna Jóna Backman: “22/11 tók bensín á innstu dælu næst Ikea, var viss um að hafa tekið hægri græna dælu en var stopp stuttu seinna. Þeir hjá Toyota björguðu mér og það kostaði mig nærri 100 þúsund. Reyndi að hringja og fá kvittun frá Costco en það gekk ekki.”

  Gestur Traustason: “Tók dísel þennan dag. Dælan næst húsinu (innsta) og ekki hefur bíllinn kvartað. Þekki einn sem lenti í því að sía og eitthvað stíflaðist eftir að hafa tekið dísel hjá Costco fyrir sirka 2 árum. Var aldrei hægt að tengja það beint við Costco-olíuna en ein kenning er að bætiefnið hafi ef til vill losað annara fyrirtækja díselskít úr tankinum.”

  Auður Hermannsdóttir: “Já, nasistasamband Evrópu ESB hefur fyrirskipað að setja einhverja lífræna olíu með díselnum. En bílarnir eru ekki gerðir fyrir þetta og bila í hrönnum. Þetta stíflar allar síur, bílarnir missa kraft og það kostar formúur að gera við, allt að milljón hef ég heyrt. Þetta á víst að vera svo umhverfisvænt.”

  Auglýsing