DÍSA OG BJÖSSI VILJA Í GARÐABÆ

    Í Garðabæ er fínt að búa segja Garðbæingar en það er ekki nóg. Nú vilja Garðbæingar líka verða fit og þurfa ekki að fara í önnur sveitarfélög til að hreyfa sig.

    Hafa  þrjár stöðvar boðist til að reka fitness stöðvar í bænum; það er World Class, Reebook Fitness og  Sporthúsið. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvað  stöðvar fái verkið en næsta víst er að stöðin verði  við Ásgarð þar sem verið er að breyta sundlaugarmannvirkjunum og inniaðstöðunni.

    Eins og sést á viðkomandi mynd eru breytingarnar miklar en þær hafa staðið yfir undanfarna mánuði og laugin ekki opin fyrr en á næsta ári.

     

    Auglýsing