DEYJA Á BIÐLISTUM Í ÚRRÆÐALEYSI OG ÞÖGGUN

    Stefanía hefur kynnst helvíti fíknarinnar af eigin raun.

    “Fékk í vikunni fregnir af 2 dauðsföllum vegna neyslu. Á mínum 5 edrúárum hef ég misst töluna fyrir löngu. Það er erfitt,” segir Stefanía Óskarsdóttir sem sjálf var langt leidd í fíkninni og greint hefur frá.

    “Sé engan flokk tala um að ætla að gera eitthvað til þess að bæta meðferðarkerfið eða hjálpa þeim sem þarna úti eru að deyja í hrönnum. Þetta fólk eru mæður, feður, synir, dætur, bræður, systur, vinir, vinkonur, ömmur, afar, osfrv. Fàrveik vegna fíknisjúkdóms og úrræðin löngu sprungin. Deyja ein í húsasundum og kompum. Deyja á biðlistum. Deyja í úrræðaleysi. Deyja í þöggun um vandamálið.

    Auglýsing