DEMANTASALINN (70)

Magnús og frú

Magnús Steinþórsson gullsmiður og demantasali er sjötugur í dag. Hann hefur lent í ýmsu á langri ævi og meira að segja verið svikinn í skartgripaviðskiptum við Tiger Woods sem hann lýsir sem svo:

Ég var í teiti með Tiger Woods og við kjöftuðum saman. Ég sagði honum að ég væri að smíða skartgripi fyrir golfara og væri að búa til ermahnappa sem væru eins og golfboltar og hvergi til annars staðar, og Tiger vildi kaupa þá. Svo fór hann í stelpuvesen, allt í loft upp, og Tiger hefur aldrei sótt hnappana. Það er ekkert hægt að ná í hann,“ segir Magnús frekar ósáttur við kylfinginn.

Hann segir Tiger hafa verið þurran á manninn í teitinu og mjög var um sig. „Það var eins og hann héldi að allir væru að njósna um sig.“

Ermahnapparnir sem um ræður eru ekkert slor, enda handgerðir og skreyttir með fimmhundruð demöntum. Magnús segir hræðilegt að sitja uppi með svona dýra gripi, en gerir ráð fyrir að nota þá bara sjálfur.”

Magnús fær óskalagið Diamonds Are Forever:

Auglýsing