DEBET EÐA KREDIT Í ÚTLÖNDUM?

    Gyða veit allt um kortin.

    “Í ferðalög­um til út­landa tek ég alltaf með mér bæði kred­it- og de­bet­kort og það á ekki síst við þegar farið er til landa þar sem minni hefð er fyr­ir korta­notk­un,” segir Gyða Gunnarsdóttir greiðslukortasérfræðingur hjá Landsbankanum.

    “De­bet­kortið nota ég til að taka reiðufé út úr hraðbönk­um, því þá er lægri út­tekt­arþókn­un inn­heimt en af kred­it­kort­inu. Ég nota hins veg­ar kred­it­kortið í versl­un­um því sér­stakt álag er lagt ofan á er­lend­ar de­bet­korta­færsl­ur í versl­un­um.”

    Auglýsing