DAVÍÐ Í MEXIKÓ ’89 OG FYRSTA DIGITAL MYNDAVÉL MOGGANS

“Þar sem ég sit í flugvél á leið til landsins úr áramótafríi dreifi ég huganum á netinu í símanum og rifja upp skemmtilegt atvik sem einmitt tengist síma, flugvél og þessari ljósmynd fyrir að verða 23 árum síðan,” segir Kjartan Þorbjörnsson (Golli ljósmyndari).

“Ég var í vinnuferð fyrir Morgunblaðið. Davíð Oddsson sem þá var forsætisráðherra var í opinberri heimsókn í Mexíkó. Með í för voru tveir fjölmiðlamenn, ég og blaðamaður Morgunblaðsins. Eftir sólarhringsstopp í NY var flogið til Arizona og þaðan til smáborgar á Kyrrahafsströnd Mexíkó þar sem óopinber heimsókn hófst hjá íslenskum fyrirtækjum á svæðinu og samstarfsfólki þeirra. Það var í raun ekki fyrr en vika var liðin að ferðalagið að við komum loks til Mexíkó-City og opinbera heimsóknin hófst. Þetta var í árdaga stafrænu byltingarinnar og ég var með meðferðis fyrstu digital myndavél Mbl. Hún var byggð af Canon og Kodak, var á stærð við tvær pro-vélar nútímans, var ekki með skjá, innbyggðu batteríi og var 1,3 mp. Litirnir úr henni voru vondir og drulla á flögunni. Auðvitað var ég með filmuvélar líka. Símtöl milli landa voru rándýr svo mbl hafði keypt aðgang að kerfi sem hét iPass en þá gat maður hringt í tölvur hvar sem maður var í heiminum og tengst tölvu þar og sent myndir þannig. Hver 1,3mp mynd var samt margar mínútur að fara milli tölva.”

Auglýsing