DAVÍÐ (75)

Davíð Oddsson fyrrum borgarstjóri, forsætisráðherra, seðlabankastjóri, skáld og sennilega besti uppistandari þjóðarinnar frá upphafi, er afmælisbarn dagsins (75). Hann fæddist í húsinu Drápuhlíð 26 í Reykjavík 17. janúar 1948  klukkan 2:30 og þá var veðrið svona samkvæmt heimildum:

“Það var hæg austlæg átt, skýjað og hiti við frostmark á suðvesturhorninu að morgni 17. janúar 1948. Haft er fyrir satt að sjómenn í Vestmannaeyjum hfi ekki treyst sér á sjó þegar þeir fóru fram úr þennan dag og litu á loftvogina. Hún stóð mjög lágt; í 959 millibörum, og því mátti gera ráð fyrir óveðri á miðunum. Sjómennirnir hölluðu sér aftur.”

Hér er Karlakórinn Fóstbræður með lag Gunnars Þórðarsonar, Við Reykjavíkurtjörn, við texta afmælisbarnsins.

Auglýsing