DAUÐI DAGBLAÐANNA

  “Dagblöðin tvö tapa hvort um sig um kr. 1.500.000 á hverjum útgáfudegi,” segir Baldvin Jónsson athafnamaður og tengdafaðir fjármálaráðherra og hann veit hvað hann syngur:

  “Hversvegna erum við enn að prenta dagblöð á pappír? Hversvegna eru blöðin ekki bara aðgengileg á netinu? Hef sjálfur alveg komist uppá lag með að lesa dagblöðin hér á netinu. Tók smá tíma að aðlagast en hefur gengið fínt í þó nokkuð mörg ár. Samt er ég alæta á fréttir og hef alla tíð verið. Svo skulum við ekki gleyma umhverfis áhrifum með kemiskum prentsvertum og eyðing skóga? Þetta er ein áhrifamesta leiðin til að bjarga dagblöðunum frá gjaldþroti.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…