DANIR AÐ KVEIKJA Á FÆREYJUM

    Forsætisráðherrar. Sá færeyski og danski.

    Færeyjar blómstra sem aldrei fyrr og eru að verða heitasti bletturinn í Atlantshafi. Starfsmenn íslenska kvikmyndafyrirtækisins True North,sem voru í Færeyjum vegna undirbúnings á tökum á nýjustu James Bond myndinni, segjast aldrei hafa komið á flottari stað, landslagið, mannlífið, næturlífið – allt.

    Nýkjörinn forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, er að kveikja á þessu og ætlar að heimsækja Færeyjar í næsta mánuði og eiga fund með  Bárður á Steig Nielsen lögmanni eða forsætisráðherra Færeyja. Þau hittust nýlega í Danmörku til þess að fara yfir áframhaldandi gott samstarf landanna og komandi viðræður.

    „Við höfum ákveðið að efla samstarfið á milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands. Það er nauðsynlegt að  hafa sterka samstöðu á milli landanna,” sagði Bárður á Steig Nielsen við locl.fo

    Auglýsing