DAGUR THE STRAWMAN

    Nú er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kallaður The Strawman eftir að upp komst að innfluttum strám fyrir næstum milljón hafði verið plantað við dýrasta bragga í heimi í Nauthólsvík á kostað skattgreiðenda.

    Veitingamenn í Reykjavík fóru ekki varhluta af þessu því viðskiptavinir drógu upp strá, þegar kom að því að borga reikninga, og staðhæfðu að þau væru úr Nauthólsvík og væri hvert strá miklu meira virði en framsettur veitingahúsreikningur. Sem mátti til sanns vegar færa. Vildu þeir greiða með stráunum.

    Lögvernduðu stráin við braggann í Nauthólsvík verða öll horfinn, ef að líkum lætur, þegar nýr Dagur rennur upp – á morgun.

    Auglýsing