DAGUR HÆKKAR FASTEIGNAVERÐ Í BRYGGJUHVERFINU

    Dagur í Bryggjuhverfinu í gær.

    Dagur borgarstjóri heimsótti Bryggjuhverfið við Sundin blá í boð íbúasamtakanna í gær til að opna nýja hjóla- og göngu og tröppustíga  í Bryggjubrekku. Stígarnir stórbæta tenginguna við Höfðann. Næsta sumar verður stígurinn framlegndur á Svarthöfða, þar sem nýr tækniskóli gæti risið og Krossmýrartorg, aðaltenging borgarlínunnar austan Elliðaáa, verður.

    Hverfið er byrjað að stækka til vesturs, en malar og sandnámsstarfsemi Björgunar er horfin úr hverfinu og svæðið er nú helgað íbúabyggð. Dagur notaði tækifærið til að segja íbúum frá nýju skipulagi þar sem gert er ráð fyrir grunnskóla og sundlaug með tengingu við sjóinn og nýjum umferðatengingum inn og út úr hverfinu. Íbúar gera fastlaga ráð fyrir að fasteignaverð á svæðinu hækki við þetta og sér þess reyndar þegar merki.

    Auglýsing