COVIDÚTGERÐIN FÉKK FORVARNARVERÐLAUN TM

  Hraðfrystihúsið Gunnvör sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson hlaut forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir nokkrum árum og þá ekki síst vegna góðs aðbúnaðar starfsfólks. Nú er fyrirtækið aftur á móti á allra vörum vegna fantaskapar við fársjúka sjómenn um borð og kölluð Covidútgerðin.

  Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri félagsins þá og nú veitti verðlaunum Tryggingamiðstöðvarinnr viðtöku í febrúr 2013 og sagði þá:

  „Lykillinn hjá okkur er fyrst og fremst lítil starfsmannavelta. Okkar starfsmenn halda vel utan um hlutina og hvern annan, t.d. eru þetta mikið til sömu mennirnir á skipunum okkar. Þetta er klapp á bakið og segir okkur að við séum að gera rétt.“

  Og sérfræðingar TM í öryggishefðun tóku undir:

  “Öryggishegðun mjög sterk innan HG, því fyrirtækið hefur lent í fáum slysum. Öryggisvitund og forvarnir skili árangri sem um munar, sem felist í fækkun slysa og veikinda.”

  Síðan eru liðin sjö ár – sjá frétt af verðlaunaafhendingunni hér.

  Auglýsing