COVID ÞJARMAR AÐ STRÆTÓ

Rekstrarreikningur Strætó BS fyrir fyrstu 3 mánuði ársins var lagður fram fyrir helgi og Jóhannes Rúnarsson forstjóri fór yfir stöðuna sem sýnir tap upp á rúmar 73 milljónir þegar gert hafði verið ráð fyrir 77 milljóna hagnaði. Allt Covid-19 að kenna og aprílmánuður svartur þar sem farþegum fækkaði um 67 prósent og fargjöld 130 milljónum lægri en ráð hafði verið fyrir gert.

Auglýsing