COVID GÆTI BJARGAÐ LANDSBYGGÐINNI

    “Ég hef trú á einum óvæntum vinkli, sem kemur úr COVID 19; endurnýjun erindis dreifbýlis. Með miklum framförum í fjarfundarbúnaði, og productivity mælingum, verður hægt að búa út í sveit, en viðhalda atvinnumöguleikum í mörgum geirum. Internetið hefur sokkið dýpra í líf okkar,” segir Magnús Halldórsson fyrrverandi blaðamaður á Kjarnanum nú búsettur í Bandaríkjunum. Hann bætir við .
    “Lítil eyja með 360 þúsund eyjaskeggja og ekkert hefðbundið stórborgarsvæði, á að geta komið nokkuð vel út úr hremmingunum, ef það gengur að hemja veiruna. Sterkir innviðir hjálpa til. Stórborgarsvæði heimsins verða fyrir bylmingshöggum – eyðing lítilla fyrirtækja, osvfrv. Það er efni í langan pistil, að rekja áhrifin af auknum sveigjanleika á vinnumarkaði.”

    Auglýsing